Nánari lýsing

Valentino Golf III nr. 1

Glæsileg íbúð á jarðhæð með einkasundlaug í garðinum samhliða því að vera með aðgang að sameiginlegri sundlaug fyrir kjarnann.  Komið inn í opið alrými þar sem er U-laga eldhúsinnnrétting með öllu helstu raftækjum en opið frá eldhúsi yfir í stofuna.þar sem útgegnt er út á flísalagða verönd og lóðina sem er með gervigrasi ásamt einkasundlaug.
Í þessum kjarna erum við með þrjár íbúðir, tvær á jarðhæð sem báðar hafa einkasundlaug og hægt að ganga á milli garðana ef gestir vilja. Þriðja íbúðin er síðan á efstu hæð í sömu blokk. Frábær valkostur er stórfjölskyldan eða vinahópurinn er að ferðast saman.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni,  gistirými er því fyrir 4-6 gesti.
Hjónherbergið er með 190 x 150 hjónarúmi og góðum fataskápum, innaf hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtu og hægt að ganga beint út í garðinn.  Gestaherbergið er með tveimur 90 x 190 einstaklingsrúmum og góðum fataskápum.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og haustin.

Baðherbergin eru tvö

Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.

Hverfið

Frá íbúðunum er um 15 min rölt í þjónustukjarnann Villa Martin Plaza þar sem finna má úrval veitingastaða, matvörubúð, barir, apótek og margt fleirra. Um 10 min akstur niður í verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard og um 15 min akstur niður á strendur miðjarðarhafsins. Aðeins um 5 min keyrsla á 3 golfvelli – Villa Martin – Las Ramblas og Campoamor – en úrval annarra golfvalla í um 20 min akstri.