Nánari lýsing

Valentino Golf 101

Íbúðin er á jarðhæð í blokk 5 í Valentino Golf í Villamartin hverfinu og er mjög vel búin.  Fallegur garður er inná milli húsana með  þremur sundlaugum, tennisvelli og fl. sem gestir hafa aðgang að.  Hverfið er mjög rólegt og gott, Villamartin Plaza torgið er í ca. 10 mín göngufjarlægð frá húsinu og þar eru frábærir veitingastaðir, barir, matvörubúð, kínabúð, apótek og fleira.  Við hliðina á Villamartin Plaza er síðan klúbbhúsið fyrir Villamartin golfvöllinn svo þessi eign er tilvalin fyrir golfarana.  Einnig eru margir aðrir golfvellir stutt frá hverfinu eins og Campoamor, Las Colinas og Las Ramblas.  Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu með fjarstýrðum opnara.

Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, snjallsjónvarp, WiFi, loftkæling og fallegt borðstofuborð með stólum, frá stofunni er gengið út á rúmgóða verönd og þaðan niður í stóran einkagarð með gervigrasi.  Eldhúsið er bjart og vel búið með uppþvottavél, þvottavél, Nespresso kaffivél, brauðrist, blandara, eggjasuðutæki, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni,  gistirými er því fyrir 4-6 gesti.
Hjónherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og rennihurð út á veröndina við íbúðina, innaf hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtuklefa.
Gestaherbergið er einnig með hjónarúmi og góðum fataskápum.
Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum, sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og haustin.

Baðherbergin eru tvö

Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu fyrir hvern gest.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.

Svalir, sundlaugargarður og tennisvöllur

Gengið er frá stofunni út á rúmgóða verönd með borði, stólum, hornsófa, rafmagnsgrilli, sólbekkjum og útsýni yfir garðinn, laugina og leikvöllinn, af veröndinni er síðan gengið niður í stóran einkagarð með gervigrasi.  Í sameign Valentino Golf eru þrjár sundlaugar, tennisvöllur og leikvöllur fyrir börn, garðurinn er inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að.  Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.  Garðarnir eru einstaklega fallegir og mjög fjölskylduvænir.