Nánari lýsing

Valentino Golf II nr. 53

Íbúðin er á 2. hæð í Valentino Golf II í Villamartin, fallegur sameiginlegur sundlaugagarður með sundlaug, líkamsræktartækjum og leikvelli fyrir börnin.  Hverfið er mjög rólegt og gott, Villamartin Plaza torgið er í ca. 10 mín göngufjarlægð frá húsinu og þar eru frábærir veitingastaðir, barir, matvörubúð, kínabúð, apótek og fleira.  Við hliðina á Villamartin Plaza er síðan klúbbhúsið fyrir Villamartin golfvöllinn svo þessi eign er tilvalin fyrir golfarana.  Einnig eru nokkrir golfvellir stutt frá hverfinu eins og Campoamor, Las Colinas og Las Ramblas.
Í stofunni er góður sófi, sjónvarp, WiFi, loftkæling og fallegt borðstofuborð með stólum, frá stofunni er gengið út á svalir sem snúa í suður með borði og stólum.  Eldhúsið er bjart og vel búið með öllum helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónherbergið er með hjónarúmi og góðum fataskápum, innaf hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtuklefa.
Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og góðum fataskápum.

Baðherbergin eru tvö

Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.