Nánari lýsing

Valentino Golf III nr. 25

Glæsileg íbúð á efstuhæð með þaksvölum og aðgang að sameiginlegri sundlaug fyrir kjarnann.  Komið inn í opið alrými þar sem er U-laga eldhúsinnnrétting með öllu helstu raftækjum en opið frá eldhúsi yfir í stofuna.  Í þessum kjarna erum við með þrjár íbúðir, tvær á jarðhæð sem báðar hafa einkasundlaug og hægt að ganga á milli garðana ef gestir vilja. Þriðja íbúðin er síðan á efstu hæð í sömu blokk. Frábær valkostur er stórfjölskyldan eða vinahópurinn er að ferðast saman.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, hjónherbergið er með 150 x 190 hjónarúmi og góðum fataskápum, innaf hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtu.  Gestaherbergið er með tveimur  90 x 190 einstaklingsrúmum og góðum fataskápum.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og haustin.

Baðherbergin eru tvö

Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.

Svalir, þaksvalir og hverfið

Svalir eru út frá stofunni og herbergi með góðu matarborði, 6 stólum og Weber gasgrilli,  einnig er innangengt frá íbúðinni uppá mjög rúmgóðar þaksvalir með sófasetti, sólbekkjum og útisturtu.  Frá íbúðunum er um 15 min rölt í þjónustukjarnann Villa Martin Plaza þar sem finna má úrval veitingastaða, matvörubúð, barir, apótek og margt fleirra. Um 10 min akstur niður í verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard og um 15 min akstur niður á strendur miðjarðarhafsins. Aðeins um 5 min keyrsla á 3 golfvelli – Villa Martin – Las Ramblas og Campoamor – en úrval annarra golfvalla í um 20 min akstri.