Nánari lýsing

Villas de la Vega III nr. 8

Komið er inní bjarta og fallega stofu með borðstofu og opið er inní eldhúsið, loftkæling er í stofu og eldhúsi.  Eldhúsið er vel búið helstu áhöldum til matargerðar og einnig er neysluvatnskrani með drykkjarhæfu vatni.  Stofan er með tveimur góðum sófum, hægindastól, eldhúsborði með stólum og Smart TV. Frá stofunni er glerskáli með stóru borðstofuborði og stólum , þaðan er gengið út í garðinn við húsið sem er allur flísalagður með einkasundlaug, sólbekkjum, sófasetti, sólhlíf, Weber rafmagnsgrilli, borði og stólum.

Svefnherbergin eru þrjú

Rúmgott hjónaherbergi á fyrstu hæð með 160cm hjónarúmi,  fataskápum, loftkælingu og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu.  Á annari hæð eru tvö svefnherbergi bæði með 160cm rúmum sem einnig er hægt að færa í sundur, fataskápum og lotfkælingu. Í öðru herberginu er einnig skrifborð með vinnuaðstöðu og er í boði fyrir gesti að nýta tölvuskjái og prentara. Frá svefnherbergis gangi á 2. hæð er gengið út á svalir og þaðan uppá þaksvalirnar.  Öll svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur, koddar og rúmföt fylgja og einnig er barnaferðarúm í húsinu.

Baðherbergin eru þrjú

Á fyrstu hæð er baðherbergi með salerni, handlaug og sturtu, einnig er minni gestasnyrting með salerni og vaski. Hárblásari og sléttujárn er í húsinu.  Á annari hæð er gott baðherbergi með salerni, handlaug, innréttingu og rúmgóðri sturtu.  Baðhandklæði fylgja leigu en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Einnig er þvottavél, ryksuga og önnur hreinlætisáhöld í húsinu.

Svalir, garður og einkasundlaug

Rúmgóður flísalagður garður er við húsið með einkasundlaug og útisturtu. Einnig eru útihúsgögn, borð með stólum, sófasett, sólbekkir, snúrur og gott Weber rafmagnsgrill.
Í húsinu eru fullt af bókum fyrir börn og fullorðna, spil og leikföng. Einnig er kælibox fyrir strandferðirnar sem gestir geta notað í fríinu.  Svalir eru frá 2. hæð og þaðan er síðan farið uppá þaksvalirnar yfir húsinu.