Nánari lýsing

Villacosta Club 32

Íbúðin er á 3. hæð í Villacosta Club í göngufæri frá La Fuente kjarnanum þar sem finna má marga veitingastaði, bari, apótek, kínabúð o.fl. Við íbúðina er góður sameiginlegur sundlaugagarður með sundlaug, nuddpotti og góðri aðstöðu til sólbaða.  Stutt frá nokkrum golfvöllum svo sem Campoamor, Villamartin og Las Ramblas, tilvalið fyrir golfara.  Björt og falleg penthouse íbúð með útgengi út á mjög stórar svalir með fallegu sófasetti og markísu.  Þaðan er gengið upp á rúmgóða þakverönd með borði, stólum, sólbekkjum, pergólu og útsýnið er glæsilegt til allra átta. Í stofunni er góðir sófar, snjallsjónvarp, WiFi, loftkæling og fallegt borðstofuborð með sex stólum.  Eldhúsið er bjart og vel búið með öllum helstu áhöldum til matargerðar. Bílastæði í bílakjallara fylgir fyrir gesti.

Svefnherbergin eru tvö

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og gistirými er því fyrir 4 gesti.  Hjónherbergið er með vönduðu rafmagns hjónarúmi, 65” sjónvarpi og góðum fataskápum, inn af hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtu.  Gestaherbergið er einnig með vönduðu rafmagns hjónarúmi, 65” sjónvarpi og góðum fataskápum.  Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og haust.

Baðherbergin eru tvö

Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.