Nánari lýsing
Villamartin Gardens 179 með þaksvölum
Íbúðin er í Villamartin Gardens kjarnanum sem samanstendur af níu fjölbýlishúsum sem allar hafa aðgengi að þremur sundlaugum, þar af er ein upphituð yfir vetrartímann. Íbúðin er á efstu hæð og er mjög vel búin, WiFi, loftkæling og allt til alls. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á markaði, Villamartin Plaza, á 4 flotta golfvelli, í La Zenia mallið og niður á göngugötuna í Cabo Roig.
Falleg stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið, í stofunni er sófi, sjónvarp og fallegt borðstofusett. Frá stofu er rennihurð út á góðar svalir með fallegum húsgögnum og góðri aðstöðu. Út frá stofunni er gengið út á 18 fm svalir og frá svölunum er stigi upp á um 70 fm einkaþaksvalir sem liggja yfir allri íbúðinni. Á þaksvölunum er búið að setja upp sól/garðskála með glerlokun sem opna má á ýmsa vegu og býður upp á marga notkunarmöguleika. Eldhúsið er bjart og vel búið með helstu áhöldum til matargerðar. Þvottahús er innaf eldhúsi með þvottavél og smá geymslu.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónherbergið er með hjónarúmi og góðum fataskápum og innangent er inná baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergi er einnig með hjónarúmi og góðum fataskápum. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni til að nota á vorin og haustin.
Baðherbergin eru tvö
Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum. Hitt baðherbergið er til vinstri þegar komið er inn í íbúðina, þar er salerni, vaskur, góð sturta og skúffur. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir hvern gest og einnig er hárblásari. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til notkunar í sameiginlegum sundlaugargarði og til að taka með á ströndina
Sundlaugargarður með þremur sundlaugum þar af ein yfirbyggð og upphituð á vetrartíma
Í sameign inni á milli húsanna er sundlaugargarður með þremur sundlaugum í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þar eru þrjár sundlaugar, barnalaug, leiksvæði fyrir börn, líkamsræktartæki og sturtur. Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar á Spáni. Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.
Aðrar eignir stutt frá
Við erum einnig með fjölda annarra íbúða í Villamartin Gardens kjarnanum og í þessu hverfi, Mirador de Villamartin, Green Hills og fleiri sem eru við sömu götu og stutt að labba á milli. Frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.