Nánari lýsing

Casa Laufdal 10A

Casa Laufdal 10A er neðri sérhæð í Vista Azul XXV í Lomas de Cabo Roig hverfinu og er aðbúnaður í íbúðinni mjög góður, gólfhiti er í húsinu sem og loftkæling í báðum herbergjum og stofu. Rúmgóð verönd beggja vegna við húsið. Það er stór markísa fyrir aftan húsið þar sem hægt er að sitja í skugga ef fólk vill, það eru tveir sólbekkir og borð og stólar. Gengið er þaðan út í garðinn og að sundlauginni en aðgangur er að tveimur sundlaugum. Fyrir framan húsið þar sem gengið er inn er flott grillaðstaða, borð og stólar.
Matvöruverslunin Iceland er í göngufæri ásamt veitingastöðum, bensínstöð og börum þar sem meðal annars er hægt að horfa á fótboltaleiki og hlusta á lifandi tónlist.  Það er stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn og laugardagsmarkaðinn, í La Zenia mollið og niður á göngugötuna í Cabo Roig. Einnig hefur þjónusta í hverfinu aukist mikið á síðastliðnum árum og mjög góðir veitingastaðir komið sér fyrir.

Komið er inní opið rými með fallegri stofu, borðstofu og eldhúsi. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi og sjónvarp.  Loftkæling er í stofunni og einnig er WiFi internet.
Eldhúsið er opið yfir í stofu það er bjart og vel búið með ísskáp með frystihólfi. Í eldhúsinu er uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar. Frá eldhúsi er gengið út af verönd þar sem eru borð, stólar og sólbekkir.

Svefnherbergin eru tvö

Húsið er með tveimur svefnherbergjum og er með gistirými fyrir 4-6.
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt inná baðherbergi með sturtu.  Hitt svefnherbergið er með 2 x 80cm breiðu rúmi, sem hægt er að setja saman í hjónarúm með yfirdýnu eða hafa í tvennu lagi. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum. Sængur, koddar og rúmföt fylgja.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu er inn af hjónaherbergi.
Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði og rúmföt fylgja leigu, og einnig er hárblásari og sléttujárn í húsinu.

Sundlaugargarður í sameign

Stór sameiginlegur sundlaugargarður er inn á milli húsanna í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þar er sundlaug með barnalaug, sturtur og frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.  Garðurinn er einstaklega fallegur mjög fjölskylduvænn og húsið er vel staðsett í garðinum.