Nánari lýsing

Vista Azul XXIX 203

Íbúðin er á jarðhæð í Vista Azul XXIX í Villamartin hverfinu með aðgengi að fallegum sameiginlegum garði með frábærri aðstöðu, innisundlaug með sauna og leikvöllur fyrir börnin.
Íbúðin er mjög vel skipulögð með tveimur svefnherbergjum, WiFi og loftkæling/hitun í allri íbúðinni.  Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið.  Frá stofu og eldhúsi er rennihurð út á verönd með borði, stólum, sólstólum og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar. Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergi með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu.
Svefnherbergi með koju sem er tvíbreið niðri og einbreið uppi og góðum fataskápum.
Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum, góðar sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.

Baðherbergin eru tvö

Baðherbergi er innaf hjónaherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Hitt baðherbergið er með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.  Þvottavélin er síðan í lokuðum skáp úti á veröndinni.

Upphituð innisundlaug, sauna, barnaleikvöllur og líkamsræktartæki

Í sameign er æðislegur sundlaugargarður með sundlaug, nuddpotti, barnalaug, Vista Park leikvelli fyrir börn og líkamsræktartækjum,. Einnig er upphituð innisundlaug með nuddpotti og saunaklefa, garðurinn er í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að.  Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og slaka á og njóta veðurblíðunnar á Spáni.  Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.