Nánari lýsing
Vista Azul I 6D
Húsið er á góðum stað í La Regia hverfinu í Cabo Roig þar sem stutt er að rölta niður á ströndina og á göngugötuna í hverfinu þar sem er mikið mannlíf alla daga og fjölmargir góðir veitingastaðir. Matvöruverslun, apótek og fleira eru í göngufæri og einnig er markaður á fimmtudögum. Góður sameiginlegur sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang að með sundlaug, barnalaug og sturtu. Einnig er möguleiki að leigja bíl með húsinu.
Björt stofa með sófasetti, sjónvarpi með íslenskum myndlykli, borðstofu og opið er inní rúmgott eldhús sem er vel búið með helstu áhöldum til matargerðar. Einnig er fínn svefnsófi og skrifborð með tölvuskjá í hluta stofu og hægt að draga þar fyrir til að nota sem svefnherbergi. Loftkæling og loftvifta er í stofunni og einnig eru moskitónet svo auðvelt er að lofta út.
Frá stofu er hægt að ganga út á veröndina við húsið sem er mjög rúmgóð, þar er sófasett, sóltjald, borð, stólar, gasgrill og frábær aðstaða til að borða úti og njóta blíðunnar.
Svefnherbergin eru tvö + aukabeddar
Hjónaherbergi með 160×200 hjónarúmi, fataskáp, loftkælingu, viftu í lofti, moskitónet fyrir svalahurð og útgengi á góðar svalir.
Svefnherbergi með 150×200 hjónarúmi, fataskáp, loftkælingu, viftu í lofti, moskitónet fyrir glugga og útgengi á góðar svalir.
Einnig eru tveir góðir gestabeddar sem henta vel fyrir krakka til staðar og 2 barnaferðarúm.
Sængur eru í húsinu til að nota á vorin og haustin, einnig eru tvö barnaferðarúm fyrir ungabarn.
Baðherbergin eru tvö
Baðherbergi með salerni, vaski og þvottavél er á jarðhæðinni. Á efri hæð er gott baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, salerni, vask og innréttingu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Hárblásari er í húsinu.