Nánari lýsing
Vista Bella 13
Fallegt parhús á einni hæð með einkasundlaug í Vista Bella. Í hverfinu er matvöruverslun, veitingastaðir, barir og Vista Bella golfvöllurinn.
Komið er inní fallega bjarta stofu með borðstofu og opið er inní eldhúsið sem er vel búið og öll helstu áhöld til matargerðar. Í stofunni er góður sófi og snjallsjónvarp svo gestir geta skráð sig inná sínar streymisveitur. Frá stofu er rennihurð út á stóra verönd með borði, stólum, sólbekkjum og góðri aðstöðu til að njóta. Einkabílastæði er innan lóðar.
Svefnherbergin eru þrjú
Glæsileg svefnherbergi öll með tvíbreiðu rúmi, fataskáp, góðum sængum og loftkælingu.
Hægt er að ganga út úr öllum herbergjum beint útí garðinn í kringum húsið.
Baðherbergin eru tvö
Tvö rúmgóð baðherbergi með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu. Innangengt er inná annað þeirra úr hjónaherberginu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.
Þaksvalir og einkasundlaug
Flottar rúmgóðar þaksvalir eru yfir húsinu með sófasetti, sólbekkjum og pergólu.
Út frá stofunni er hægt að ganga beint út í garðinn umhverfis húsið þar er sundlaug, sólbekkir, borð, stólar og gasgrill.