Nánari lýsing

Recidencial Vistamar III nr. 3B

Íbúðin er á mjög góðum stað í Cabo Roig, stutt er að rölta niður á ströndina og á göngugötuna í hverfinu þar sem er mikið mannlíf á daginn og kvöldin.  Consum matvöruverslunin er í göngufæri og einnig er markaður á fimmtudögum í hverfinu.  Komið er inn í opið rými þar sem er stofa með borðstofu og opið inn í eldhús, loftkæling er í stofunni. Út frá stofunni er hægt að ganga út á svalir.  Eldhúsið er vel búið öllum helstu áhöldum til matargerðar.

Svefnherbergin eru tvö

Hjónaherbergið er rúmgott með hjónarúmi og fataskáp.
Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og fataskáp, sængur, koddar og rúmföt fylgja.

Baðherbergi

Gott baðherbergi með salerni, vaski, baðkar með góðri sturtuaðstöðu og hárblásara.
Baðhandklæði eru fyrir gesti, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.

Svalir, þaksvalir og sameiginleg sundlaug

Út frá stofu eru litlar svalir með borði og stólum, íbúðinni fylgir aðgangur að sameiginlegum þaksvölum sem eru mjög rúmgóðar með gríðarlega fallegu útsýni yfir allt hverfið.  Sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang að.

Hverfið og næsta umhverfi

Frábær verðlaunuð baðströnd í Cabo Roig í göngufjarlægð.  Í hverfinu eru heilsugæslustöð, matvöruverslunin Consum og sérvöruverslanir, bakarí, bankar, hárgreiðslustofur svo eitthvað sé talið.
Einnig er mjög skemmtilegur markaður á fimmtudögum í hverfinu.  Nýja verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard er í um 5 mínútna akstursfjarlægð. https://www.youtube.com/watch?v=khWHAIQUZnM  Í svipaðri fjarlægð 5 – 7 mínútna akstursfjarlægð eru 4 stórir og góðir golfvellir, Villamartin, Campoamor Las Ramblas og Las Colinas