Nánari lýsing
Zenia Golf 6
Húsið er á mjög góðum stað í Cabo Roig þar sem stutt er að rölta niður á ströndina og á göngugötuna í hverfinu þar sem er mikið mannlíf alla daga og fjölmargir góðir veitingastaðir. Matvöruverslun, apótek, bankar og fleira eru í göngufæri og einnig er markaður á fimmtudögum í hverfinu.
Mjög stór sameiginlegur sundlaugargarður með tveimur sundlaugum er í sameign sem gestir hafa aðgang að.
Komið er inn í opið rými með stofu og borðstofu, í stofunni er sófi sem einnig má nota sem svefnsófa fyrir 1 gest, loftkæling og snjallsjónvarp. Út frá stofunni er hægt að ganga beint út á flísalagða verönd fyrir framan húsið, þar er borð og stólar og frábær aðstaða til að borða úti og njóta blíðunnar. Frá veröndinni er síðan hægt að ganga beint út í sundlaugargarðinn. WiFi internet er í húsinu og Weber gasgrill. Bjart og vel búið eldhús með uppþvottavél, örbylgjuofni, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Borðbúnaður í húsinu er fyrir 6 manns. Út frá eldhúsi er gengið út á bakverönd þar sem morgunsólin kemur upp – þar er þvottavél og geymsla fyrir allskonar borð og stóla og dót fyrir ströndina.
Svefnherbergin eru tvö
Herbergi á 2. hæð er með 2 einstaklingsrúmum, loftkælingu, viftu í loftinu, fataskáp og kommóðu.
Hjónaherbergi er á 2. hæð með hjónarúmi, loftkælingu, viftu í loftinu, fataskáp og kommóðu. Svalir eru út frá hjónaherbergi með útsýni yfir sundlaugargarðinn.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti.
Baðherbergin eru tvö
Á 1. hæð er lítið salerni með WC og vaski með léttri innréttingu.
Á 2. hæð er ný uppgert baðherbergi með rúmgóðri sturtu, WC og vaski með innréttingu.
Baðhandklæði fyrir gesti fylgja, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Hárblásari er í húsinu.