Nánari lýsing

La Florida – Zeniamar II 28

Fallegt endaraðhús á tveimur hæðum í Zeniamar kjarnanum í La Florida hverfinu, glæsilegur sundlaugargarður er rétt fyrir framan íbúðina.  Staðsetning Zeniamar er mjög góð en kjarninn er í Playa Flamenca hverfinu á Torreviejasvæðinu og innan hverfisins er lítil verslunarmiðstöð með veitingastöðum í göngufæri. Kjarninn er örstutt frá laugardagsmarkaðnum í Playa Flamenca og Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni en þar má fá finna úrval góðra veitingastaða ásamt verslunum eins og H&M – Primark ofl. – 10-15 mínútna rölt er í stórmarkaðinn Carrefour og Go Kart.
Falleg stofa með borðstofu og opið er inní rúmgott eldhús með öllum helstu áhöldum til eldamennsku, loftkæling, bæði heit & köld í stofu. Glæsileg verönd er við húsið með vönduðum húsgögnum og einnig er glerskáli að hluta, veröndin er beint á móti sundlauginni.

Svefnherbergin eru þrjú

Íbúðin er með þremur rúmgóðum svefnherbergjum, tvö þeirra eru með hjónarúmi, og eitt herbergi með tveimur einstaklingsrúmum.

Baðherbergin eru tvö

Tvö baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.  Baðhandklæði fylgja leigu og einnig er hárblásari í húsinu.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.