Veitingastaðir
Allir þessir veitingastaðir eru á og við göngugötuna í Cabo Roig sem stundum er kölluð „The Golden Mile“ Á þessari götu er gríðarlega mikið mannlíf og gaman að rölta um.
WOK Buffet Asia Garden
Frábær buffet staður þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi, forréttir, núðluréttir, kjúklingaspjót, önd og fleira girnilegt. Þegar farið er yfir í aðalréttina byrjar fjörið, þú velur sjálfur þitt hráefni, úrvalið er endalaust kjúklingur, nautakjöt, allavega fiskur, risarækjur, krabbi og fullt fullt af grænmeti sem kokkarnir snögg sjóða og steikja síðan á WOK pönnu í sósu að þínu eigin vali. Mjög gott Sushi er líka í boði og einnig eftirréttir. Hann er staðsettur við endan á göngugötunni í Cabo Roig rétt við pýramýdahringtorgið sem stendur við N-332.
Mamma Mia Pizzeria
Góður pizzastaður ofarlega í göngugötunni í Cabo Roig. Þar eru mjög góðar eldbakaðar pizzur, pastaréttir, steikur og fleira. Þarna fær maður eitt besta hvítlausbrauð á Spáni þó víða væri leitað. Einnig er hægt að sækja pizzu og taka með heim. Sími: 0034-96 532 1305
The Italian Affair
Ítalskur veitingastaður, þar er mjög góður matur og frábær þjónusta, staðurinn er við göngugötuna í Cabo Roig. Það er yfirleitt mjög mikið að gera hjá þeim og gott að panta borð.
Sími: 0034-96 532 2649
Restaurante Argentino
Geggjað Argentískt steikhús. Þarna færðu alvöru steikur og meðlæti og staðurinn var allur tekin í gegn vorið 2013 svo að útiaðstaðan hjá þeim er mjög kósý. Hann er staðsettur ca. fyrir miðju á göngugötunni í Cabo Roig við N-332. Sími: 0034-96 532 1300
YAHO
Mjög góður austurlenskur veitingastaður, þarna færðu rosalega gott Sushi og staðurinn er einstaklega kósý og góð þjónusta. Hann er við hringtorgið hjá Apótekinu ofarlega og alveg við endan á göngugötunni í Cabo Roig N-332. Sími: 0034-96 532 3859
Poco Loco
Skemmtilegur Tex Mex staður sem var opnaður sumarið 2014, frábær matur og alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir börnin. Allskonar sýningar Michael Jackson, Disney og andlistmálun. Frábær fjölskyldustaður og gott að panta borð. Poco Loco er ca. fyrir miðju á göngugötunni fyrir ofan N-332, aðeins ofar en Asia Garden og Bul Kebab. Sími: 0034-96 532 3707