Verslanir

 

La Zenia Boulevard

La Zenia verslunarmiðstöðin opnaði í september 2012.  Þar er að finna allar helstu verslanir svo sem stóra Primark, H&M, C&A, Zöru, Blanco, Massimo Dutti, Strativarius, Berskha, Guess, Benetton, Jack and Jones, Mango og Pull and Bear svo nokkar séu nefndar. Einnig eru þar fjöldin allur af veitingastöðum og stórt Casino.

Habaneras

Í Torrevieja er Habaneras verslunarmiðstöðin, þar eru allar þekktustu verslanirnar, svo sem H&M, Zara, Jack and Jones, Berskha, C&A svo nokkrar séu nefndar. Mikill fjöldi veitingastaða er við hliðina á Habaneras og þar eru einnig stór keilu- og leiktækjasalur og bíósalir, þannig að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Nuevo Condomina

Í Murcia er mjög rúmgóð og glæsileg verslunarmiðstöð sem er í 65 km. fjarlægð eða um 45 mín. akstur. Þessi verslunarmiðstöð er mun stærri en hinar tvær og þarna er að sjálfsögðu að finna allar þekktustu verslanirnar ásamt Primark þar sem hægt er að fá föt á alla fjölskylduna á ótrúlega lágu verði. Þarna er einnig að finna mikinn fjölda góðra veitingastaða og kaffihúsa.  GPS staðarhnit: N 38.0422222, W -1.1447222

Espacio Mediterraneo

Cartagena er  í um 30 mín akstursfjarlægð frá Cabo Roig, verslunarmiðstöðin er einkar glæsileg þar sem hægt er að finna allar þekktustu verslanirnar.

Alicante

Í Alicante er einnig að finna margar verslunarmiðstöðvar með fjölmörgum verslunum og veitingastöðum og má þar m.a. nefna El Corte Ingles, Gran Via og Plazamar 2. Skammt norðan við Alicante, um 60 mín. er NIKE Factory Store þar sem er að finna mikið úrval af NIKE-vörum á einstaklega góðu verði og er hægt að mæla með að fólk gefi sér tíma til að fara þangað. Einnig er önnur íþróttavörubúð Decathlon rétt hjá Alicante þar sem hægt er að gera mjög góð kaup á vörum frá þekktustu íþróttavöruframleiðendunum.